Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 15. september 2020 15:11
Magnús Már Einarsson
Aubameyang búinn að framlengja við Arsenal (Staðfest)
Aubameyang áfram hjá Arsenal.
Aubameyang áfram hjá Arsenal.
Mynd: Getty Images
Pierre-Emerick Aubameyang hefur skrifað undir nýjan samning við Arsenal sem gildir til ársins 2023 en það gerði hann á Emirates leikvanginum í dag í beinni útsendingu á Instagram síðu Arsenal.

Fyrri samningur Aubameyang átti að renna út næsta sumar en viðræður um nýjan samning hafa staðið lengi yfir.

„Ég skrifaði undir því ég vil verða goðsögn hjá Arsenal," sagði Aubameyang eftir undirskrift.

Hinn 31 árs gamli Aubameyang kom til Arsenal frá Borussia Dortmund árið 2018. Aubameyang hefur raðað inn mörkum með Arsenal síðan þá en hann varð næstmarkahæstur í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili með 22 mörk.

Hann skoraði bæði mörkin þegar Arsenal vann Chelsea í úrslitum enska bikarsins í ágúst.




Athugasemdir
banner
banner