Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 16. febrúar 2017 13:48
Elvar Geir Magnússon
Besti dómari heims hættur að dæma á Englandi (Staðfest)
Mark Clattenburg.
Mark Clattenburg.
Mynd: Getty Images
Besti dómari ensku úrvalsdeildarinnar er hættur að dæma í deildinni en hann hefur verið ráðinn til starfa í Sádi-Arabíu þar sem hann verður á ofurlaunum.

Clattenburg var valinn besti dómari heims undir lok síðasta árs en hann hefur átt afar farsælan feril með flautuna.

Á síðasta ári dæmdi hann úrslitaleik FA-bikarsins, úrslitaleik Meistaradeildarinnar og úrslitaleik Evrópukeppni landsliða.

Hann heimsótti Laugardalsvöll í undankeppni HM og dæmdi sigurleikinn gegn Tyrklandi í október.

Í yfirlýsingu frá dómarasambandi Englands er Clattenburg þakkað fyrir hans störf og sagt að sambandið sýni ákvörðun hans skilning.

Clattenburg mun verða yfirmaður dómaramála í Sádi-Arabíu samkvæmt frétt Guardian. Hans síðasti leikur í ensku úrvalsdeildinni var viðureign Arsenal og Hull um liðna helgi.

Sagt er að hann hafi verið ósáttur við lítinn stuðning sem dómarar fengu frá dómarasambandinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner