Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 17. maí 2020 15:49
Ívan Guðjón Baldursson
Viktor Segatta aftur til Þróttar V. (Staðfest)
Viktor Segatta ásamt Marteini Ægissyni framkvæmdastjóra Þróttar og Brynjari Gestssyni þjálfara.
Viktor Segatta ásamt Marteini Ægissyni framkvæmdastjóra Þróttar og Brynjari Gestssyni þjálfara.
Mynd: Þróttur V.
Þróttur Vogum hefur bætt Viktori Smára Segatta við leikmannahópinn sinn fyrir komandi átök í 2. deildinni.

Þróttur, sem endaði í fimmta sæti 2. deildar í fyrra, hefur verið á blússandi siglingu undanfarin ár og stefnir upp í 1. deild.

Viktor Segatta er frábær viðbót við hópinn. Hann skoraði níu mörk í nítján leikjum þegar hann lék með Þrótti í 2. deild fyrir tveimur árum en þar áður hafði hann einnig spilað fyrir Gróttu, ÍR og Hauka.

Viktor er framherji og lék síðast með IL Stord í norsku C-deildinni. Hann æfði með FH í vetur og var eftirsóttur af Víkingi Ólafsvík en valdi að spila aftur fyrir Þrótt.

Viktor er fæddur 1992 og á 129 keppnisleiki að baki með meistaraflokki hér á landi. Hann hefur aldrei spilað í efstu deild en er mikill bikarmaður og hefur skorað 16 mörk í 15 bikarleikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner