Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 17. júní 2019 15:49
Ívan Guðjón Baldursson
Freddie Ljungberg nýr aðstoðarþjálfari Arsenal (Staðfest)
Svíinn Freddie Ljungberg er orðinn aðstoðarþjálfari Arsenal.
Svíinn Freddie Ljungberg er orðinn aðstoðarþjálfari Arsenal.
Mynd: Getty Images
Freddie Ljungberg hefur verið ráðinn sem aðstoðarþjálfari Unai Emery hjá Arsenal. Undanfarin ár hefur hann verið þjálfari U23 liðsins en nú skiptir hann um starf við Steve Bould.

Bould tekur því við U23 liðinu og er þetta gert til að Ljungberg geti haldið áfram að starfa með þeim leikmönnum sem eru að skipta úr U23 liðinu og yfir í aðalliðið. Hægt er að reikna með að þeir muni aftur skipta um starf eftir nokkur ár, verði þeir áfram hjá félaginu.

Ljungberg var partur af liði Arsenal sem vann ensku úrvalsdeildina án þess að tapa leik tímabilið 2003-04. Ljungberg er goðsögn hjá Arsenal og lék fyrir félagið í níu ár, frá 1998 til 2007.

Per Mertesacker, fyrrverandi fyrirliði Arsenal, mun starfa við hlið Bould hjá félaginu. Mertesacker sér um U18 liðið og munu þeir eiga í nánu samstarfi í framtíðinni.

Þetta er partur af stefnu Arsenal sem vill leggja aukna áherslu á að þróa unga leikmenn. Félagið á í fjárhagsvandræðum og hefur Emery því ekki fengið frelsi til að kaupa þá leikmenn sem hann vill fá til félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner