Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 17. júní 2019 21:49
Ívan Guðjón Baldursson
Nantes fær metfé fyrir Diego Carlos (Staðfest)
Diego Carlos í leik með Nantes.
Diego Carlos í leik með Nantes.
Mynd: Getty Images
Sevilla er búið að staðfesta komu varnarmannsins Diego Carlos. Hann kemu frá Nantes og kostar 15 milljónir evra.

Carlos er 26 ára miðvörður frá Brasilíu sem er búinn að sinna lykilhlutverki í hjarta varnarinnar hjá Nantes síðustu þrjú ár. Hjá Sevilla mun hann berjast við menn á borð við Simon Kjær, Daniel Carrico og Sergi Gomez um byrjunarliðssæti.

Carlos er dýrasti leikmaður sem Nantes hefur selt, í ljósi þess að Cardiff ætlar ekki að greiða fyrir Emiliano Sala sem lést í flugslysi í þann mund sem hann var að ljúka við félagaskiptin.

Cardiff hefði greitt metfé fyrir Sala en hann lést á leiðinni frá Frakklandi til Englands. Cardiff reyndi að skrá Sala til leiks í ensku úrvalsdeildinni en umsókninni hafnað vegna samningsatriða.

Nýr samningur var tilbúinn og átti Sala aðeins eftir að undirrita hann. Nantes vill fá peninginn en Cardiff harðneitar að borga.
Athugasemdir
banner
banner