Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 17. júní 2019 11:00
Ívan Guðjón Baldursson
Napoli krækir í Di Lorenzo (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Napoli er búið að ganga frá félagaskiptum hægri bakvarðarins Giovanni Di Lorenzo sem kemur úr röðum Empoli.

Di Lorenzo var einn af bestu mönnum Empoli á liðnu tímabili. Liðið féll á lokadeginum og vildi bakvörðurinn leita á ný mið.

Napoli borgar 10 milljónir evra fyrir Di Lorenzo sem er 25 ára gamall. Hann á sex leiki að baki fyrir yngri landslið Ítalíu en hefur ekki enn fengið að spreyta sig fyrir aðalliðið.

„Ég er ánægður að halda þessu ævintýri mínu áfram hjá svona frábæru félagi eins og Napoli. Ég get ekki beðið eftir að byrja tímabilið og kynnast liðsfélögunum," sagði Di Lorenzo.

Nú þarf Napoli líklegast að selja hægri bakvörð þar sem Kevin Malcuit og Elseid Hysaj eru þegar hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner