Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   lau 17. september 2022 16:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Haukur Páll svekktur: Ætlast til að dæmd sé rangstaða þegar flaggið fer upp
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er bara fúlt. Það vantaði að klára færin, mér finnst við fá töluvert betri færi, sérstaklega í fyrri hálfleik og við eigum bara að klára það," sagði Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, eftir tap gegn KA í á heimavelli í dag.

Lestu um leikinn: Valur 0 -  1 KA

„KA er gott lið og þeir nýttu sín færi. Við fáum dauðafæri en það er bara að halda áfram."

Sigurmark KA kom eftir að aðstoðardómari lyftir flaggi sínu en dómari leiksins dæmir mark eftir stuttan fund. Sebastian Hedlund skallaði fyrirgjöf Hallgríms Mar Steingrímssonar áfram og Jakob Snær Árnason tók við boltanum og skoraði.

„Í mómentinu þá bara flaggar hann. Þá heldur maður bara að það sé rangstaða, svo tala þeir sig eitthvað saman og dæma mark. Ég veit ekki hvort hann var fyrir innan eða ekki, auðvitað verður maður svekktur þegar maður sér flaggið koma upp og að því sé svo breytt. Við verðum að treysta því að þetta sé rétt hjá þeim."

Ertu ósáttur að flaggið fari upp?

„Ég er enginn dómari þótt ég tuði nú einstaka sinnum yfir einhverjum dómum. Flaggið fór upp og þá ætlast maður til að það sé dæmd rangstaða. Pétur sér eitthvað annað, að boltinn komi af einhverjum öðrum leikmanni og þá sé hann ekki rangstæður. Það er bara eins og það er."

Haukur segir Valsmenn þurfa að halda áfram en möguleikinn á Evrópusæti sé ekki í þeirra höndum. „Við verðum bara að sýna úr hverju við erum gerðir og halda áfram að reyna sækja sigra."

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner