Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 18. janúar 2021 13:10
Elvar Geir Magnússon
Emil Páls til Sarpsborg (Staðfest)
Emil er kominn í treyju Sarpsborg.
Emil er kominn í treyju Sarpsborg.
Mynd: Sarpsborg
Miðjumaðurinn Emil Pálsson hefur skrifað undir samning við norska úrvalsdeildarfélagið Sarpsborg til 2023. Emil kemur frá Sandefjord á frjálsri sölu en samningur hans var runninn út.

Í viðtali við heimasíðu félagsins segir Emil að stuðningsmenn geti búist við því að fá vinnusaman leikmann sem sé tilbúinn að vinna „skítavinnuna" á miðjunni en á sama tíma geti hann tekið þátt í sóknarleiknum.

„Sarpsborg sýndi mér mikinn áhuga og markmið mitt er að verða lykilmaður í liðinu. Ég hef rætt við leikmenn sem hafa áður spilað fyrir félagið og þeir höfðu bara góða hluti að segja um það," segir Emil.

Thomas Berntsen, íþróttastjóri Sarpsborg, segir að félagið hafi lengi fylgst með íslenska leikmanninum eða allt frá því að hann lék með FH.

Emil, sem er 27 ára, er uppalinn hjá BÍ/Bolungarvík en spilaði með FH hér heima í meistaraflokki frá 2011 til 2017 áður en hann hélt út. Hann hefur síðustu ár verið lykilmaður hjá Sandefjord.

Sarpsborg hafnaði í 12. sæti af sextán liðum norsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili en Emil vonast til að hjálpa liðinu að komast í efri helming deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner