Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 18. maí 2020 21:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Grindavík fær Odd Inga að láni frá KR (Staðfest)
Mynd: Grindavik
Grindavík hefur fengið Odd Inga Bjarnason að láni frá KR út þessa leiktíð. Grindavík leikur í 1. deildinni á komandi leiktíð eftir fall úr Pepsi Max-deildinni síðasta sumar.

Á síðustu leiktíð lék Oddur með KV í 3. deild og skoraði hann þar sjö mörk í fimmtán leikjum. Oddur er hægri vængmaður og býr yfir miklum hraða.

Oddur mun leysa Símon Thasaphong af hólmi næstu mánuði en Grindavík hafði gert sér vonir um að gefa Símon tækifæri í sumar en hann meiddist illa í vetur og verður frá næstu mánuði.

Oddur Ingi er fæddur árið 2000 og tók hann þátt í fjórum leikjum með KR í vetur. Þrír þeirra voru í Reykjavíkurmótinu og einn í Lengjubikarnum. Auk þess lék hann einn leik með Keflavík í Fótbolta.net mótinu.

Komnir í Grindavík:
Hilmar Andrew McShane frá Njarðvík (var á láni)
Guðmundur Magnússon frá ÍBV
Sindri Björnsson frá Val
Ævar Andri Á Öfjörð frá Víði (var á láni)
Oddur Ingi Bjarnason frá KR (lán)

Farnir:
Diego Diz Martinez til Georgíu
Jón Ingason í ÍBV
Marc Mcausland í Njarðvík
Oscar Manuel Conde Cruz til Spánar
Patrick N'Koyi til Belgíu
Rodrigo Gomes Mateo í KA
Stefan Alexander Ljubicic í Riga FC
Vladimir Tufegdzic í Vestra
Athugasemdir
banner
banner
banner