fim 18. júlí 2019 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alfreð Már Hjaltalín semur við ÍBV um starfslok (Staðfest)
Alfreð Már Hjaltalín.
Alfreð Már Hjaltalín.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Már Hjaltalín hefur samið við ÍBV um starfslok. Þetta staðfestir Daníel Geir Moritz, formaður í knattspyrnuráði ÍBV, í kvöld.

Alfreð Már er fljótur kantmaður eða bakvörður, en hann hefur verið að glíma mikið við meiðsli.

Alfreð, sem er 25 ára, kom til ÍBV fyrir síðustu leiktíð og spilaði hann þá 16 leiki í Pepsi-deildinni, 18 leiki í öllum keppnum. Í sumar hefur hann ekkert komið við sögu.

Áður en hann gekk í raðir ÍBV hafði hann leikið allan sinn feril með Víkingi í Ólafsvík.

Fyrr í dag samdi ÍBV enskan miðvörð. ÍBV er í botnsæti Pepsi Max-deildarinnar með 5 stig eða sjö stigum á eftir næsta liði.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner