Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 18. júlí 2019 16:58
Brynjar Ingi Erluson
Enskur miðvörður í ÍBV (Staðfest)
Oran Jackson ásamt Ian Jeffs, þjálfara ÍBV
Oran Jackson ásamt Ian Jeffs, þjálfara ÍBV
Mynd: Heimasíða ÍBV
Knattspyrnudeild ÍBV tilkynnti í dag komu Oran Jackson frá enska félaginu MK Dons.

Jackson er 20 ára gamall miðvörður en hann er upalinn hjá MK Dons.

Hann á að baki 9 leiki fyrir félagið þar af einn í ensku B-deildinni en hann hefur einnig spilað fyrir Hemel Hempstead Town og Brackley Town í ensku neðri deildunum.

Jackson lék meðal annars í 3-0 sigri MK Dons á Charlton í enska deildabikarnum á síðasta tímabili og þá einnig gegn úrvalsdeildarliði Bournemouth.

ÍBV bindur miklar vonir við hann en auk þess hefur félagið fengið þá Sindra Björnsson á láni frá Val, Gary Martin frá Val og Benjamin Prah.

ÍBV er í botnsæti Pepsi Max-deildarinnar með 5 stig eða sjö stigum á eftir næsta liði.
Athugasemdir
banner
banner
banner