Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 19. janúar 2021 15:39
Magnús Már Einarsson
Sæunn í Fylki á láni (Staðfest)
Sæunn Björnsdóttir
Sæunn Björnsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Sæunn Björnsdóttir, miðjumaður Hauka, mun leika með Fylki á láni í Pepsi Max-deildinni í sumar. Hin 19 ára gamla Sæunn framlengdi samning sinn við Hauka áður en hún gekk til liðs við Fylki á láni.

Sæunn hefur spilað 98 leiki fyrir meistaraflokk Hauka og skorað 15 mörk en hún spilar sem miðjumaður. Þá á hún að baki tvo leiki fyrir U19 ára landslið Íslands.

„Sæunn hefur verið mikilvægur hlekkur í liði Hauka frá því hún spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik 14 ára gömul. Hún hefur verið valin í úrvalslið 1. deildar tvö ár í röð, 2019 og 2020, og þá var hún valin efnilegasti leikmaður Hauka 2016-2017 og knattspyrnukona Hauka 2018 og 2019," segir á heimasíðu Hauka.

„Markmið Hauka er að meistaraflokkur kvenna spili í efstu deild þar sem byggt er á uppöldum leikmönnum. En þar sem Haukar spila ekki í efstu deild á komandi tímabili vill félagið tryggja áframhaldandi hagsmuni Sæunnar þar sem hún fær tækifæri til að spila í deild þeirra bestu hér á landi."

„Stjórn knattspyrnudeildar Hauka fagnar framlengingu á samningi við Sæunni og það er mikið gleðiefni þegar leikmenn veita sínu uppeldisfélagi tryggð eins og Sæunn gerir með nýjum samningi. Knattspyrnudeild Hauka óskar Sæunni alls hins besta með Fylki á komandi tímabili og þakkar Fylki fyrir gott samstarf varðandi þetta fyrirkomulag."

„Þess má til gamans geta að Sæunn spilaði með 3. flokki Fylkis á Rey Cup mótinu þegar liðið lék til úrslita við Liverpool."

Athugasemdir
banner
banner
banner