Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 19. júní 2019 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Marco Giampaolo tekur við AC Milan (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Marco Giampaolo er nýr þjálfari AC Milan og mun hann taka við liðinu þann 1. júlí næstkomandi.

Hinn 51 árs gamli Giampaolo skrifar undir tveggja ára samning við Milan. Samningurinn gildir til 2021 með möguleika á framlengingu um eitt ár.

Giampaolo tekur við AC Milan af Gennaro Gattuso sem hætti eftir síðasta tímabil.

Giampaolo býr yfir mikilli reynslu úr ítalska boltanum, sérstaklega B-deildinni, og hefur meðal annars stýrt Cagliari, Siena, Catania, Brescia og Empoli. Hann var síðast við stjórnvölinn hjá Sampdoria.

Milan hafnaði í fimmta sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar á nýliðnu tímabili. Eftir tímabilið bárust þau tíðindi að Paolo Maldini, fyrrum fyrirliði liðsins, myndi taka við sem yfirmaður knattspyrnumála hjá AC Milan.
Athugasemdir
banner
banner
banner