Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 19. júní 2019 15:44
Elvar Geir Magnússon
Mata búinn að gera nýjan samning við Man Utd (Staðfest)
Juan Mata er búinn að semja.
Juan Mata er búinn að semja.
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur tilkynnt að Spánverjinn Juan Mata hafi gert nýjan samning sem gildir út júní 2021. Möguleiki er á að framlengja þann samning um eitt ár.

Á ferli sínum hjá United hefur Mata unnið FA-bikarinn, deildabikarinn, Evrópudeildina og Samfélagsskjöldinn.

Þessi 31 árs sóknarmaður á 41 landsleik fyrir Spán og var í hópnum sem vann HM 2010 og EM 2012.

„Það er sannur heiður að halda áfram að vera hjá þessu ótrúlega félagi og mögnuðu stuðningsmönnum. Ég hef verið hjá Manchester United í fimm ár og ég er stoltur af því að kalla Old Trafford heimili mitt," segir Mata.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, segir að Mata sé einn snjallasti leikmaður sem hann hafi unnið með og sé frábær fyrirmynd yngri leikmanna.

Síðasta tímabil reyndist Manchester United ansi erfitt en liðið verður ekki í Meistaradeildinni á komandi tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner