Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 19. september 2020 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Forest fær Christie frá Fulham (Staðfest)
Christie í baráttunni við Ara Frey Skúlason.
Christie í baráttunni við Ara Frey Skúlason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nottingham Forest hefur fengið varnarmanninn Cyrus Christie á eins árs lánssamningi fyrir átökin í Championship deildinni.

Christie kemur frá Fulham þar sem hann hefur verið á mála síðustu tvö árin. Hann lék 23 leiki í úrvalsdeildinni fyrir tveimur árum.

Á síðasta tímabili var hann inn og út úr liðinu hjá Fulham og lék 11 mínútur þegar Fulham vann Brentford í úrslitaleik umspilsins um sæti í úrvalsdeildinni.

Christie er 27 ára írskur landsliðsmaður sem verður 28 ára seinna í mánuðinum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner