Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 20. júlí 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Moreno rekinn frá Mónakó (Staðfest) - Tekur Kovac við?
Roberto Moreno.
Roberto Moreno.
Mynd: Getty Images
Mónakó hefur rekið knattspyrnustjórann Roberto Moreno úr starfi. Moreno var tjáð um tíðindin á laugardag og sendi félagið frá sér tilkynningu þess efnis í gær.

Moreno tók við Mónakó í desember síðastliðnum af Portúgalanum Leonardo Jardim.

Moreno gerði frábæra hluti við stjórn spænska landsliðsins eftir að Luis Enrique hvarf frá starfinu vegna veikinda dóttir sinnar. Dóttir Enrique lést í ágúst á síðasta ári. Enrique tók aftur við landsliðsþjálfarastarfinu seint á síðasta ári og hætti Moreno þá hjá spænska knattspyrnusambandinu.

Mónakó var í sjöunda sæti frönsku úrvalsdeildarinnar þegar Moreno tók við og í níunda sæti þegar keppni í deildinni var aflýst í mars vegna kórónuveirunnar. Moreno stýrði síðasta Mónakó í mars.

Líklegt þykir að Króatinn Niko Kovac, sem var rekinn frá Bayern München í nóvember síðastliðnum, taki við liðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner