banner
   mán 20. júlí 2020 16:30
Magnús Már Einarsson
Niko Kovac tekinn við Mónakó (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Niko Kovac hefur verið ráðinn þjálfari Mónakó í frönsku úrvalsdeildinni.

Hinn 48 ára gamli Kovac skrifaði undir þriggja ára samning við Mónakó.

Króatinn hefur verið án starfs síðan hann var rekinn frá Bayern Munchen síðastliðið haust.

Kovac tekur við keflinu af Roberto Moreno, fyrrum landsliðsþjálfara Spánverja, en hann var rekinn frá Mónakó um helgina.

Mónakó var í sjöunda sæti frönsku úrvalsdeildarinnar þegar Moreno tók við síðastliðinn vetur og í níunda sæti þegar keppni í deildinni var aflýst í mars vegna kórónuveirunnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner