mán 20. júlí 2020 18:30
Brynjar Ingi Erluson
Norwich fær miðjumann frá Óla Kristjáns (Staðfest)
Jacob Lungi Sörensen
Jacob Lungi Sörensen
Mynd: Norwich City
Enska úrvalsdeildarfélagið Norwich City er þegar farið að undirbúa sig fyrir átökin í B-deildinni á næstu leiktíð en félagið gekk frá kaupum á danska miðjumanninum Jacob Lungi Sörensen frá Esbjerg í dag.

Jacob er 22 ára gamall og uppalinn hjá Esbjerg en hann hefur spilað 117 leiki með liðinu í öllum keppnum frá 2016.

Hann er nú búinn að semja við Norwich City og gildir samningurinn til ársins 2023. Kaupverðið var ekki gefið upp.

Jacob var mikilvægur partur af liði Esbjerg sem féll niður í dönsku B-deildina á dögunum en mun nú styrkja lið Norwich sem ætlar sér strax aftur upp í úrvalsdeildina.

Ólafur Kristjánsson er þjálfari Esbjerg en hann tók við liðinu af Troels Bech.
Athugasemdir
banner
banner
banner