mán 20. júlí 2020 17:43
Brynjar Ingi Erluson
Norwich lánar Ísak í skosku úrvalsdeildina (Staðfest)
Ísak Snær Þorvaldsson er farinn til Skotlands
Ísak Snær Þorvaldsson er farinn til Skotlands
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður Norwich City á Englandi, mun leika með skoska úrvalsdeildarliðinu St. Mirren út næstu leiktíð en þetta kemur fram á heimasíðu Norwich í dag.

Ísak gekk til liðs við Fleetwood í ensku C-deildinni á láni í janúar en hann var átta sinnum á varamannabekknum og kom tvisvar við sögu hjá Joey Barton og félögum áður en keppni var hætt í mars vegna kórónaveirunnar.

Fleetwood hafði áhuga á að fá Ísak aftur á láni fyrir næsta tímabil en hann taldi betri kost að fara til St. Mirren. Þetta staðfesti Ólafur Garðarsson umboðsmaður hans í samtali við Fótbolta.net.

St Mirren var í níunda sæti af tólf liðum í skosku úrvalsdeildinni þegar keppni var flautuð þar af í mars en Tony Fitzpatrick, framkvæmdastjóri félagsins, segir að stefnan sé á topp sex á komandi tímabili.

Norwich hefur góða reynslu af því að lána leikmenn til St Mirren en varnarmaðurinn Akin Famewo var í láni hjá félaginu á síðasta tímabili.

Ísak hefur samtals spilað 23 leiki með U16, U17, U18 og U19 ára landsliði Íslands. Hann hefur skorað eitt mark í níu leikjum með U19 landsliði Íslands þar sem hann hefur verið fyrirliði.

Ísak lék í yngri flokkum Aftureldingar áður en hann gekk til liðs við Norwich sumarið 2017.
Athugasemdir
banner
banner
banner