Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 21. apríl 2019 15:54
Arnar Helgi Magnússon
PSG er franskur meistari (Staðfest)
Mynd: Getty Images
PSG er franskur meistari en þetta varð ljóst í dag eftir að Lille gerði markalaust jafntefli Toulouse í frönsku deildinni fyrr í dag.

PSG leikur í kvöld gegn Mónakó og hefði liðinu nægt stig þar til þess að tryggja titilinn. Liðið fer því pressulaust í leik kvöldsins.

Sjá einnig:
Hvað er í gangi hjá PSG?
Martraðarkvöld fyrir PSG - Niðurlægðir með titilinn í sjónmáli

Thomas Tuchel, stjóri PSG, sagði fyrir leikinn að hans menn þyrftu að snúa bökum saman eftir lélegt gengi undanfarið.

„Frá og með deginum í dag þurfum við stöðva þetta lélega gengi okkar í undanförnum leikjum og tryggja titilinn með sigri á Mónakó," sagði Tuchel í aðdraganda leiksins.

„Við getum ekki sett einbeitinguna á leiki sem að eru búnir heldur verðum við að einbeita okkur að því sem að framundan er. Ég vil sjá mína menn hungraða í kvöld og leggja allt undir."

Neymar gæti spilað með PSG í kvöld í fyrsta skipti síðan í janúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner