Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 17. apríl 2019 19:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frakkland: Hvað er í gangi hjá PSG?
Choupo-Moting var í byrjunarliði PSG.
Choupo-Moting var í byrjunarliði PSG.
Mynd: Getty Images
Paris Saint-Germain þarf enn að bíða eftir því að verða krýndir Frakklandsmeistarar. PSG hefur núna fengið þrjár tilraunir til þess en mistekist í þeim öllum.

PSG sótti Nantes heim í kvöld og komst snemma yfir með marki Dani Alves. Nantes svaraði af krafti og komst í 2-1 fyrir leikhlé. Snemma í seinni hálfleiknum varð staðan 3-1.

Metehan Guclu, tvítugur Frakki, minnkaði muninn fyrir PSG þegar lítið var eftir. Lengra komst Parísarliðið hins vegar ekki og lokatölur 3-2 fyrir Nantes.

PSG mætti aðeins með 16 leikmenn í þennan leik af 18 mögulegum. Mikið var um forföll og var byrjunarliðið ekki sérlega sterkt. Þetta er í fyrsta sinn frá 2011 þar sem PSG tapar tveimur leikjum í röð í frönsku úrvalsdeildinni.

PSG er 17 stigum á undan Lille, sem er í öðru sæti, þegar sex umferðir eru eftir. Átján stig eru í pottinum.

Nantes er í 14. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar.

Byrjunarlið PSG í kvöld: Buffon, Dani Alves, Kehrer, Kimpempe, Nsoki, Diaby, Paredes, Draxler, Kursawa, Choupo-Moting, Nkunku.



Athugasemdir
banner
banner