Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 21. júní 2019 09:20
Elvar Geir Magnússon
Fernando Torres leggur skóna á hilluna (Staðfest)
Torres fagnar marki með spænska landsliðinu. #TakkTorres
Torres fagnar marki með spænska landsliðinu. #TakkTorres
Mynd: Getty Images
Torres vann Evrópudeildina tvívegis.
Torres vann Evrópudeildina tvívegis.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Fernando Torres hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna, 35 ára gamall. Torres varð heimsmeistari með spænska landsliðinu á ferli sínum.

Hann spilaði fyrir Atletico Madrid, Liverpool og Chelsea á átján ára ferli en Sagan Tosu í Japan var hans síðasta félagslið.

Í 110 leikjum fyrir Spán þá skoraði hann meðal annars sigurmarkið á EM 2008 og var meðal markaskorara í sigrinum á EM 2012.

Torres mun halda fréttamannafund á sunnudag og útskýra ákvörðun sína nánar.

Ferill hans hófst með Atletico áður en hann var keyptur til Liverpool þar sem hann skoraði 81 mark í 142 leikjum. Hann var svo keyptur til Chelsea fyrir 50 milljónir punda sem þá var breskt metfé.

Hann var ekki í sömu markaskónum á Stamford Bridge en var hluti af liðinu sem vann Meistaradeildina 2012. Þá vann hann einnig FA-bikarinn og skoraði í 2-1 sigri gegn Benfica í úrslitaleik Evrópudeildarinnar 2012.

Eftir 45 mörk í 172 leikjum hjá Chelsea átti hann stutt fjögurra mánaða stopp hjá AC Milan en mætti svo aftur til Atletico seint á árinu 2014.

Hann komst með Atletico í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2016 en þar beið liðið lægri hlut gegn Real Madrid. Hann vann þó sinn annan Evrópudeildarmeistaratitil 2018 en það var hans síðasti leikur með Atletico áður en hann hélt til Japan.

Torres, sem er þriðji markahæsti leikmaður spænska landsliðsins með 38 mörk, lék á sex stórmótum. Þar á meðal 2010 þegar Spánn varð heimsmeistari.


Myndaveisla frá ferli Torres:
Athugasemdir
banner
banner