Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 21. júní 2019 14:30
Arnar Daði Arnarsson
Ungur markvörður Njarðvíkur í viðræðum við Wolves
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Ungur markvörður Njarðvíkur, Pálmi Rafn Arinbjörnsson sem er fæddur árið 2003 hefur tvívegis farið á æfingar hjá enska félaginu Wolves á síðustu níu mánuðum.

Rafn Markús Vilbergsson, þjálfari Njarðvíkur staðfesti við Fótbolta.net í dag að Pálmi Rafn, NJarðvík og Wolves væru í viðræðum um framhaldið.

Hinn 16 ára Pálmi Rafn á tvo unglingalandsleiki að baki fyrir Ísland.

Njarðvík tapaði gegn Aftureldingu í Inkasso-deildinni í gærkvöldi 2-0 þar sem Brynjar Atli Bragason, annar ungur og efnilegur markvörður Njarðvíkur var eini markvörðurinn á leikskýrslunni hjá Suðurnesjaliðinu.

Njarðvík fékk Jökul Blængsson á láni frá Fjölni rétt fyrir mót en Jökull stundar nám í Bandaríkjunum. Jökull náði ekki að slá Brynjar Atla útúr liðinu og hefur Jökull því farið á nýjan leik til Fjölnis.

Þá var Pálmi Rafn ekki á landinu þar sem hann var í æfingaferð með 3.flokki Njarðvíkur voru Njarðvíkingar ekki með varamarkmann í leiknum í gær. Hann ætti að vera í leikmannahópi Njarðvíkur á mánudaginn þegar liðið tekur á móti Haukum í botnbaráttuslag.
Athugasemdir
banner
banner