Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   þri 21. júlí 2020 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Palace fær Ferguson frá WBA (Staðfest)
Ferguson skoraði eitt deildarmark með WBA á leiktíðinni.
Ferguson skoraði eitt deildarmark með WBA á leiktíðinni.
Mynd: Getty Images
Crystal Palace hefur staðfest að liðið hefur fengið bakvörðinn Nathan Ferguson í sínar raðir fyrir átökin á næstu leiktíð. Ferguson skrifar undir þriggja ára samning við Ernina.

Ferguson kemur á frjálsri sölu frá WBA. WBA vildi halda Ferguson og bauð honum samning snemma á leiktíðinni en Nathan hafnaði þeim samningi og rann samningur hans út 30. júní.

Palace hafði áhuga á að fá Ferguson fyrr á þessari leiktíð en niðurstaðan er sú að hann kemur á þessum tímapunkti á frjálsri sölu.

Ferguson verður tvítugur í október og lék hann 21 leik í vörn WBA liðsins á þessari leiktíð. Hann er unglingalandsliðsmaður og hefur leikið fjóra leikið fjóra U20 landsleiki til þessa.


Athugasemdir
banner
banner
banner