Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 21. júlí 2022 15:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Víkingur lánar Ísak Daða til Venezia (Staðfest)
Ísak Daði (til vinstri) og Sigurður Steinar.
Ísak Daði (til vinstri) og Sigurður Steinar.
Mynd: Víkingur R.
Venezia hefur fengið hinn átján ára gamla Ísak Daða Ívarsson á láni frá Víkingi. Frá þessu greinir ítalska félagið. Í tilkynningu Venezia segir að í lánssamningnum sé ákvæði sem ítalska félagið geti nýtt sér til að kaupa Ísak.

Ísak varð átján ára fyrr í þessum mánuði en hann er uppalinn Víkingur sem kom við sögu í 32-liða úrsltium Mjólkurbikarsins í sumar. Það var hans fyrsti keppnisleikur í meistaraflokki.

Ísak, sem er varnarmaður, fór ásamt Sigurði Steinari Björnssyni, öðrum Víkingi, til Venezia á reynslu í lok apríl.

Hjá Venezia mun Ísak æfa og spila með Primavera liði félagsins sem er blanda af U19 og varaliði.
Athugasemdir
banner
banner
banner