mán 21. desember 2020 11:19
Magnús Már Einarsson
Amanda Andradóttir samdi við meistarana í Noregi (Staðfest)
Amanda Andradóttir
Amanda Andradóttir
Mynd: Getty Images
Hin 17 ára gamla Amanda Andradóttir hefur samið við norsku meistarana í Valerenga.

Amanda, sem er sóknarsinnaður miðjumaður, hefur spilað með FC Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni á þessu ári en hún mun færa sig um set í næsta mánuði.

Mörg félög höfðu áhuga á að fá Amöndu í sínar raðir en hún gerði þriggja ára samning við Valerenga.

„Þetta er rétta skrefið fyrir mig núna. Ég vil æfa og spila með þeim bestu á hverjum einasta degi," sagði Amanda.

Amanda æfði með Valerenga þegar hún var 13 ára og 14 ára og hún þekkir því vel til félagsins.

Valerenga varð norskur meistari á dögunum en íslenska landsliðskonan Ingibjörg Sigurðardóttir spilar með liðinu. Hún var valin leikmaður ársins í Noregi.

Amanda hefur spilað með yngri landsliðum Íslands en hún er einnig gjaldgeng í norska landsliðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner