Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 22. júní 2020 16:30
Elvar Geir Magnússon
Chelsea selur Pasalic til Atalanta (Staðfest)
Mario Pasalic (til hægri).
Mario Pasalic (til hægri).
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið Atalanta hefur virkjað klásúlu og keypt Mario Pasalic frá Chelsea fyrir 15 milljónir evra.

Miðjumaðurinn hefur verið á láni í Bergamo síðan sumarið 2018.

Þessi 25 ára Króati var keyptur af Chelsea frá Hajduk Splir árið 2014 en hefur leikið á láni hjá Elche, Mónakó, Milan, Spartak Moskvu og nú Atalanta.

Hann lék aldrei aðalliðsleik fyrir Chelsea.

Hann hefur fundið sig vel í Bergamo og er með sjö mörk og sjö stoðsendingar í 33 leikjum á þessu tímabili.

Atalanta er sem stendur í fjórða sæti í ítölsku A-deildinni og hefur komist í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner