Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 22. júlí 2022 11:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Andri Lucas til Norrköping (Staðfest)
Mynd: Norrköping
Andri Lucas Guðjohnsen er genginn í raðir sænska félagið IFK Norrköping frá Real Madrid. Þetta staðfestir sænska félagið á heimasíðu sinni.

Andri er 20 ára framherji sem spilaði með varaliði Real Madrid á síðasta tímabili.

„Ég er spenntur að byrja og spila fyrir framan stuðningsmennina. Ég er spenntur að vera kominn. Ég hef aldrei spilað eða verið í Svíþjóð áður," sagði Andri við undirskrift.

Hjá Norrköping verður Andri liðsfélagi Ara Freys Skúlasonar, Arnórs Sigurðssonar og Jóhannesar Kristins Bjarnasonar.

Andri varð tvítugur í janúar og hefur verið í A-landsliðinu frá því í september í fyrra þegar hann lék sinn fyrsta leik. Hann hefur til þessa skorað tvö mörk fyrir landsliðið og eru leikirnir orðið níu.

Hér að neðan má sjá skemmtileg kynningarmyndbönd sem Norrköping birti á Twitter. „Gaman að sjá ykkur strákar" segir Ari Freyr Skúlason í einu þeirra.




Athugasemdir
banner
banner