Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 22. júlí 2022 10:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ben Mee til Brentford (Staðfest)
Mynd: Brentford
Hinn 32 ára gamli Ben Mee hefur skrifað undir tveggja ára samning við Brentford. Hann kemur til félagsins frá Burnley þar sem hann hefur verið fyrirliði síðustu ár. Mee kemur á frjálsri sölu þar sem samningur hans við Burnley rann út í lok júní.

Mee var í ellefu ár hjá Burnley sem féll úr úrvalsdeildinni í vor. Mee vildi spila áfram í deild þeirra bestu.

Hann er fjórði leikmaðurinn sem Brentford fær í sumar. Áður höfðu þeir Thomas Strakosha, Aaron Hickey og Keane Lewis-Potter gengið í raðir Brentford.

Brentford var nýliði í úrvalsdeildinni á síðasta tímabili, endaði í 13. sæti.

Mee er enskur miðvörður sem uppalinn er hjá Manchester City. Hann lékk einn keppnisleik með Manchester City áður en hann fór frá félaginu árið 2012. Tímabilið 2010-11 var hann á láni hjá Leicester og tímabilið 2011-12 var hann lánaður til Burnley sem í kjölfarið fékk hann alfarið í sínar raðir.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner