Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 22. nóvember 2020 12:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Engilbert og Margrét taka við ÍR (Staðfest)
Margrét í leik með Þrótti í sumar.
Margrét í leik með Þrótti í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍR hefur fundið þjálfara fyrir meistaraflokk kvenna en Sigurður Sigurþórsson hætti sem þjálfari liðsins eftir tímabilið.

Við liðinu taka þau Engilbert Friðfinnsson og Margrét Sveinsdóttir. Engilbert stýrði ÍR undir lok tímabils 2018 og hefur verið til aðstoðar í nokkrum leikjum síðustu tvö tímabil. Margrét er uppalin í ÍR og er hún að fara í sitt fyrsta þjálfarastarf. Hún er þrítug og lék þrettán leiki með Þrótti í Pepsi Max-deildinni í sumar.

ÍR hafnaði í neðsta sæti í 2. deild kvenna í sumar þar sem liðið endaði með tíu stig úr fimmtán leikjum.

Færsla ÍR fótbolti:
Í gær rituðu Engilbert Friðfinnsson og Margrét Sveinsdóttir undir samninga sem næstu þjálfarar meistaraflokks kvenna næstu árin.

Engilbert hefur verið viðloðandi meistarflokksliðsins okkar á síðustu árum, tók við liðinu í lok leiktíðar 2018 og stýrði ut það timabil og hefur siðustu ár verið til aðstoðar í nokkrum leikjum stelpnanna. Berti er reynslumikill þjalfari með grjóthart IR-hjarta og fullur af metnaði!

Margrét Sveinsdóttir snýr nú aftur heim í ÍR eftir veru i Danmörku og hjá Þrótturum. Magga er innfæddur Breiðhyltingur sem spilaði sinn fyrsta leik fyrir okkur 15 ára gömul. Magga hefur leikið tæpa 100 leiki fyrir félagið frá þeim degi, síðast 2016 þegar hún var í lykilhlutverki í liðinu sem var hársbreidd frá því að fara i efstu deildina.

Þetta er fyrsta þjálfarastarf Margrétar og er það afskaplega gleðilegt að hún hefji það timabil ferilsins á heimavelli.

Frekari frétta er að vænta af þjálfaramálum stelpnanna á næstunni, enn á eftir að styrkja teymið enda markmiðið einfalt. Við ætlum að taka stór skref áfram í kvennaboltanum og koma okkur upp um deild.

ÍR býr að öllum aðstæðum sem þarf til að mynda lið sem leysir það verkefni, við erum handviss um það og allt félagið...undir stjórn þjálfarateymisins...mun fylkja sér bakvið það markmið!


Athugasemdir
banner