Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 22. desember 2020 11:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arna Sif lánuð til Glasgow City (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði Þór/KA, hefur verið lánuð til Glasgow City í Skotlandi.

Lánssamningurinn við skosku meistarana gildir fram á vorið.

Það sem af er yfirstandandi keppnistímabili hefur Glasgow City FC spilað sex leiki í skosku deildinni og unnið þá alla. Markatalan er 24-4. Næsti leikur liðsins í deildinni er 17. janúar þegar þær mæta liði Celtic. Liðið hefur unnið skoska meistaratitilinn 13 sinnum í röð, frá tímabilinu 2007-8.

Samkvæmt nýjustu fréttum á vef félagsins hefur það nýlega samið við tvo erlenda leikmenn, írska landsliðskonu sem spilar í vörninni og framherja frá Kostaríka. Arna Sif er þriðji nýi leikmaður liðsins og fleiri á leiðinni að því er fram kemur á samfélagsmiðlum félagsins.

Upplýsingar um Glasgow City voru fengnar á facebook-síðu Þór/KA.

Arna er 28 ára gömul og skoraði tvö mörk í 16 leikjum í Pepsi Max-deildinni í sumar þar sem Þór/KA endaði í 7. sæti deildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner