Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 22. desember 2020 21:54
Ívan Guðjón Baldursson
England: Rúnar Alex gerði slæm mistök í stóru tapi
Mynd: Getty Images
Arsenal 1 - 4 Man City
0-1 Gabriel Jesus ('3)
1-1 Alexandre Lacazette ('31)
1-2 Riyad Mahrez ('54)
1-3 Phil Foden ('59)
1-4 Aymeric Laporte ('73)

Rúnar Alex Rúnarsson fékk stærsta tækifærið til þessa í liði Arsenal er þeir rauðklæddu tóku á móti Manchester City í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins í kvöld.

Gabriel Jesus gerði fyrsta markið snemma leiks þegar hann skallaði fyrirgjöf frá Oleksandr Zinchenko í netið. Rúnar Alex misreiknaði fyrirgjöfina og skoraði Jesus í autt mark.

Alexandre Lacazette jafnaði fyrir Arsenal og átti Rúnar Alex frábæra markvörslu áður en flautað var til leikhlés, staðan 1-1.

City var áfram betra liðið á vellinum og var Riyad Mahrez búinn að skora eftir níu mínútur af síðari hálfleik. Hann skoraði þá beint úr aukaspyrnu og skrifast markið á Rúnar Alex sem missti knöttinn í netið. Skotið var fast og fór beint á Rúnar en honum tókst ekki að handsama knöttinn.

Phil Foden bætti þriðja marki City við skömmu síðar áður en Aymeric Laporte gerði út af við leikinn með fjórða marki City. Sannfærandi sigur City staðreynd og frammistaða Rúnars ekki sannfærandi.
Athugasemdir
banner
banner