Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 22. desember 2020 18:50
Ívan Guðjón Baldursson
West Ham kaupir ungan liðsfélaga Stefán Teits (Staðfest)
Mynd: Getty Images
West Ham United er búið að krækja í danska unglingalandsliðsmanninn Frederik Alves Ibsen. Hann gengur í raðir Hamranna í janúar og er búinn að skrifa undir samning til 2024.

Alves er 21 árs gamall og á 8 keppnisleiki að baki fyrir U20 og U21 lið Dana. Hann er lykilmaður í liði Silkeborg þar sem hann hefur spilað sem miðvörður undanfarin ár. Stefán Teitur Þórðarson er liðsfélagi hans þar.

„Ég er mjög spenntur og get ekki beðið eftir að byrja að æfa með hópnum," sagði Alves, sem talar ensku, dönsku og portúgölsku þar sem móðir hans er brasilísk.

„Ég var mjög spenntur þegar ég frétti af áhuga frá úrvalsdeildarfélagi og er mjög stoltur að fá tækifæri hérna. Planið er að ganga til liðs við hópinn í janúar. Ég er ungur og á eftir að læra margt, ég hlakka mikið til að læra af varnarmönnum félagsins og ná í eins mikinn spiltíma og ég get."
Athugasemdir
banner
banner
banner