Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 23. janúar 2021 07:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Birgitta gengin í raðir Hauka (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birgitta Hallgrímsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við Hauka. Birgitta er 22 ára gömul og á að baki 72 leik í öllum deildum og hefur skorað í þeim 25 mörk.

Birgitta er sóknarmaður og er uppalin í Keflavík en hefur leikið með Grindavík undanfarin ár. Hún var markahæst Grindvíkinga á síðasta tímabili með ellefu mörk í 14 leikjum og einnig valin í úrvalslið ársins 2020 í 2. deild kvenna þegar Grindavík endaði í efsta sæti deildarinnar.

Birgitta lék þá á sínum tíma einn leik með Aftureldingu sumarið 2015. Haukar enduðu í þriðja sæti Lengjudeildarinnar á liðinni leiktíð.

„Stjórn knattspyrnudeildar Hauka býður Birgittu innilega velkomna í félagið," segir í tilkynningu Hauka.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner