Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 23. júlí 2020 10:55
Elvar Geir Magnússon
Emery nýr stjóri Villarreal (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Unai Emery, fyrrum stjóri Arsenal, er mættur aftur í bransann en hann hefur gert þriggja ára samning við Villarreal.

Emery var rekinn á miðju tímabili frá Arsenal en hann tekur nú við Villarreal sem hafnaði í fimmta sæti í La Liga á nýliðnu tímabili.

Javier Calleja stýrði Villarreal en hefur látið af störfum.

Emery er með á ferilskrá sinni að hafa þrívegis gert Sevilla að Evrópudeildarmeisturum og þá varð hann franskur meistari sem stjóri PSG.


Athugasemdir
banner
banner
banner