mið 23. desember 2020 16:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alex Þór á leið í atvinnumennsku (Staðfest)
Alex Þór er farinn í atvinnumennsku.
Alex Þór er farinn í atvinnumennsku.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Alex Þór Hauksson er farinn í atvinnumennsku, en hann er á leið til Öster í Svíþjóð.

Stjarnan hefur samþykkt tilboð Öster í hinn 21 árs gamla Alex. Alex hefur verið mikilvægur partur af liði Stjörnunnar síðastliðin fjögur ár, en núna tekur hann skrefið í atvinnumennsku.

„Við vissum að Alex hefur haft metnað til þess að stíga skrefið út og núna þegar tækifærið gafst vildum við styðja við bakið á honum til að þróa sinn leik enn frekar. Við óskum Alex innilega til hamingju og munum fylgjast stolt með honum á komandi árum og vitum að hann mun einn góðan veðurdag snúa til baka í bláa búninginn," segir Helgi Hrannarr Jónsson, formaður MFL ráðs karla hjá Stjörnunni.

„Eftir fjögur góð tímabil fyrir framan bestu stuðningsmenn landsins er ég mjög þakklátur að hafa fengið að taka þátt í fullt af stórum leikjum og vinna bikarmeistaratitill sem og að kynnast öllu því góða fólki sem er innan Stjörnunnar. Það hefur verið mikill heiður að fá að vera fyrirliði liðsins en ég hef ákveðið að það sé kominn tími á nýja áskorun hjá mér og hlakka ég til að taka við nýju hlutverki sem fulltrúi Stjörnunnar á erlendri grundu. Takk fyrir mig kæra Stjörnufólk og ég hlakka til að fá að setja bláu treyjuna aftur á mig," segir Alex sem var fyrirliði Stjörnunnar á síðustu leiktíð.

Öster hafnaði í fjórða sæti sænsku B-deildarinnar á nýliðnu tímabili þar í landi.

Athugasemdir
banner
banner
banner