Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 23. desember 2020 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ian Holloway hættur með Grimsby (Staðfest)
Holloway er hættur með Grimsby.
Holloway er hættur með Grimsby.
Mynd: Getty Images
Ian Holloway er hættur sem stjóri Grimsby Town í ensku D-deildinni.

Hinn 57 ára gamli Holloway tilkynnti það á samfélagsmiðlum að hann hefði sagt starfi sínu lausu.

Hann sagði að það hefði verið erfið ákvörðun að hætta en hann hefði tekið hana eftir að John Fenty, sem á stærstan hluta í Grimsby, hefði tjáð sér ætlun sína til að selja félagið.

„Það er kominn tími á nýtt upphaf hjá félaginu á öllum vígstöðum," skrifaði Holloway.

Holloway er mjög reyndur stjóri sem hefur á síðustu árum stýrt Blackpool, Crystal Palace, Millwall og Queens Park Rangers. Hann yfirgefur Grimsby þegar liðið er í 20. sæti ensku D-deildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner