Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 23. desember 2020 13:29
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Maggi Matt í Reyni Sandgerði (Staðfest)
Mynd: Reynir S.
Magnús Þórir Matthíasson er genginn í raðir Reynis Sandgerðis en hann kemur frá Kórdrengjum.

„Það gleður okkur að tilkynna að knattspyrnudeildin og sóknarmaðurinn Magnús Þórir Matthíasson hafa undirritað samkomulag þess efnis að Maggi leiki með okkur á komandi tímabili," segir í tilkynningu Reynis.

Maggi, sem er 30 ára suðurnesjamaður, er stuðningsmönnum Reynis að góðu kunnur en hann lék með liðinu 2018 þegar það bar sigur úr býtum í 4. deild með miklum yfirburðum. Hann skoraði þá 25 mörk í 18 leikjum og varð um leið markakóngur deildinnarinnar. Hann var einnig valinn leikmaður ársins hjá Reyni.

Alls hefur hann leikið 281 mótsleik á ferlinum og hefur skorað í þeim 87 mörk. Maggi hefur undanfarin tvö tímabil spilað með Kórdrengjum og hjálpað þeim að komast upp úr 3. deild og í Lengjudeildina.

„Stjórn ksd. Reynis býður Magga hjartanlega velkominn til baka og hlakkar til að sjá hann miðla af reynslu sinni á vellinum í sumar," segir jafnframt í tilkynningu Reynis sem mun leika í 2. deild næsta sumar eftir að hafa lent í öðru sæti 3. deildar á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner