Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 23. desember 2020 23:15
Aksentije Milisic
Sjáðu atvikið: Átti Cavani að fá rautt spjald?
Mynd: Getty Images
Edinson Cavani skoraði fyrra mark Manchester United í kvöld sem vann Everton í undanúrslitum deildabikarsins. Liðið mætir grönnum sínum í Manchester City í undanúrslitum.

Í byrjun síðari hálfleiks átti sér stað umdeilt atvik. Cavani og Yerry Mina áttust þá við og virtist Cavani reyna taka hann hálstaki áður en hann ýtti Mina sem féll til jarðar.

Dómari leiksins virtist ekki sjá atvikið og dæmdi ekkert. VAR er ekki notað í keppninni.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, sagði að þetta hafi ekki verðskuldað rautt spjald. „Aldrei rautt. Þetta eru tveir menn frá Suður-Ameríku að takast á. Þeir hafa mæst áður og þetta var alvöru fótboltaleikur."

Atvikið má sjá með því að smella hér.


Athugasemdir
banner
banner