Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 23. desember 2020 14:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Trippier í tíu vikna bann frá fótbolta (Staðfest)
Trippier er enskur landsliðsmaður.
Trippier er enskur landsliðsmaður.
Mynd: Getty Images
Kieran Trippier, bakvörður Atletico Madrid, hefur verið dæmdur í tíu vikna bann frá fótbolta og sektaður um 70 þúsund pund, að andvirði rúmlega 12 milljónum íslenskra króna.

Trippier var ákærður fyrir brot á veðmálareglum enska knattspyrnusambandsins og var hann dæmdur sekur í því máli. Hinn þrítugi Trippier neitaði sök.

Brotin áttu sér stað í júlí 2019 á svipuðum tíma og Trippier yfirgaf Tottenham til að ganga í raðir Atletico.

Bann hans frá fótbolta verður tekið í gildi strax og mun hann ekki spila neitt næstu tíu vikurnar.

Trippier hefur verið orðaður við Manchester United fyrir janúargluggann, en þessi dómur gæti haft áhrif á þau mögulega skipti.
Athugasemdir
banner
banner
banner