fim 24. desember 2020 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bailly sendi Richarlison skilaboð og baðst afsökunar
Mynd: Getty Images
Eric Bailly, varnarmaður Manchester United, sendi Brasilíumanninum Richarlison skilaboð eftir leik Everton og Man Utd í gær.

Bailly og Richarlison lentu í samstuði í leiknum. Bruno Fernandes ýtti við Richarlison og Bailly kom á mikilli ferð inn í þann brasilíska. Richarlison þurfti að fara af velli en Bailly gat haldið leik áfram.

Bailly sendi Richarlison afsökunarbeiðni í gegnum skilaboð á Instagram.

Richarlison svaraði Bailly og sagði: „Ekkert vandamál. Þú ert mjög góður varnarmaður. Takk fyrir skilaboðin."

„Fyrirgefðu, hugsaði vel um þig litli bróðir. Þú ert bestur," skrifaði Bailly svo.

Vel gert hjá þessum tveimur leikmönnum og vonandi að Richarlison komist aftur á fótboltavöllinn sem fyrst.

Richarlison and Eric Bailly collision from r/soccer


Athugasemdir
banner
banner