Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 24. desember 2020 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp: Hvernig getur Scholl tjáð sig um þjálfun?
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur skotið á Mehmet Scholl, fyrrum leikmann Bayern München.

Klopp var ekki sáttur með það hvernig Scholl talaði um Edin Terzic, nýráðinn bráðabirgðastjóra Borussia Dortmund.

Terzic starfaði áður í akademíu Dortmund þegar Klopp var þar stjóri. Terzic er aðeins 38 ára, en Scholl tók upp á því að gagnrýna hann og aðra unga knattspyrnustjóra. Scholl finnst ekki mikið til Terzic koma.

Klopp ákvað að koma sínum manni til varnar.

„Hvernig getur Mehmet Scholl tjáð sig um þjálfun? Þetta er svipað og ef ég færi að tala um framleiðslu á bílum. Ég hef ekki hugmynd um það heldur," sagði Klopp að því er kemur fram á Daily Mail.

„Hann reyndi sem þjálfari, en tókst það ekki. Núna er hann að tala eins og hann hafi alla visku í heiminum."

Scholl hefur þjálfað varalið Bayern München, en annars komist lítt áleiðis í þjálfun.
Athugasemdir
banner
banner