Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 25. janúar 2021 14:30
Elvar Geir Magnússon
Dagur semur við Þrótt Vogum (Staðfest)
Dagur í leik með Þrótti Vogum.
Dagur í leik með Þrótti Vogum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur Vogum hefur fengið liðsstyrk í baráttunni sem framundan er í 2. deildinni næsta sumar því Dagur Guðjónsson er kominn til liðsins frá Gróttu og skrifaði undir þriggja ára samning.

Dagur kom að láni til Þróttar V, í ágúst á síðasta ári eftir að hafa spilað með Gróttu frá unga aldri.

Dagur er 24 ára og getur leyst margar stöður á vellinum.

„Dagur spilaði með okkur á síðasta ári, varð einn af lykilmönnum liðsins og við erum virkilega ánægðir að hafa Dag í okkar liði næst sumar," segir Marteinn Ægisson, framkvæmdastjóri Þróttar Vogum.

Þróttur Vogum hafnaði í þriðja sæti 2. deildarinnar í fyrra en þjálfari liðsins er Hermann Hreiðarsson.



Athugasemdir
banner
banner