banner
   mán 25. júlí 2022 07:30
Brynjar Ingi Erluson
ÍA nælir sér í miðjumann frá Hawaii (Staðfest)
Nikolina Musto í leik með San Diego-háskólanum
Nikolina Musto í leik með San Diego-háskólanum
Mynd: SDSU Athletics
Bandaríski miðjumaðurinn Nikolina Musto mun spila með ÍA í 2. deild kvenna seinni hluta mótsins en hún kemur til félagsins frá gríska félaginu AE Larissa.

Musto er fædd árið 1997 og kemur frá Hawaii. Hún er með mikla reynslu úr bandaríska háskólaboltanum þar sem hún spilaði með Idaho State og San Diego State.

Hún var síðast á mála hjá gríska úrvalsdeildarfélaginu AE Larissa og hefur þá einnig unnið sem njósnari fyrir bandaríska fyrirtækið Soccer Recruit USA.

Musto er nú gengin til liðs við ÍA á Akranesi og mun spila með liðinu út þessa leiktíð.

ÍA er í 5. sæti 2. deildar kvenna með 12 stig og ætti að vera klár í slaginn er liðið mætir KH á Valsvellinum þann 8. ágúst næstkomandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner