Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 25. desember 2020 13:29
Brynjar Ingi Erluson
Carragher um Salah: Hann er að pressa á stjórnina
Mohamed Salah
Mohamed Salah
Mynd: Getty Images
Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og núverandi sparkspekingur hjá Sky Sports, telur að viðtal Mohamed Salah við spænsku pressuna hafi verið skilaboð til stjórnarinnar hjá Liverpool.

Salah hefur verið einn besti leikmaður Liverpool síðustu ár og átt stóran þátt í velgengni liðsins en það kom á óvart er hann mætti í viðtal hjá spænska fjölmiðlinum AS á dögunum.

Þar ræddi hann um félög á borð við Barcelona og Real Madrid og áhuga þeirra en Carragher telur að tímasetningin hafi verið furðuleg og að Salah sé ekki að hugsa sér til hreyfings.

„Tímasetningin hjá leikmönnunum að ræða um áhuga annarra liða er mjög skrítin. Ég held að þetta hafi verið skilaboð til eiganda félagsins um að bjóða honum nýjan og betri samning," skrifar Carragher í Telegraph.

„Liverpool hefði haft áhyggjur af áhuga spænskra liða fyrir fimm árum síðan en ekki í dag. Ég er ekki viss um að Real Madrid og Barcelona hafi efni á honum. Það er ekki góð fjárfesting að kaupa leikmann sem verður 29 ára gamall næsta sumar á rúmlega 125 milljónir punda."
Athugasemdir
banner
banner
banner