banner
   þri 26. júlí 2022 23:35
Brynjar Ingi Erluson
Arnar Logi og Brynjar Ásgeir í Ægi (Staðfest)
Arnar Logi Sveinsson spilar með Ægi út tímabilið
Arnar Logi Sveinsson spilar með Ægi út tímabilið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ægismenn hafa heldur betur fengið góðan liðsstyrk til að auka líkurnar á að komast upp í Lengjudeildina en Arnar Logi Sveinsson og Brynjar Ásgeir Guðmundsson eru mættir til félagsins.

Arnar Logi er 25 ára gamall og þekkir vel til hjá Ægi en hann hóf meistaraflokksferil sinn þar aðeins 14 ára gamall.

Hann skipti yfir í Selfoss árið 2015 og spilaði 123 leiki og skoraði 3 mörk á tíma sínum þar.

Arnar varð samningslaus eftir síðasta tímabil en hefur nú fengið félagaskipti yfir í Ægi.

FH-ingurinn Brynjar Ásgeir Guðmundsson mun einnig spila með liðinu út þessa leikíð en hann kemur frá ÍH.

Brynjar, sem er þrítugur, á 84 leiki í efstu deild fyrir FH og Grindavík en síðustu tvö ár hefur hann spilað með ÍH í 4. deildinni.

Fannar Örn Fjölnisson kemur til félagsins frá Elliða. Hann á að baki 29 leiki í 3. deild fyrir Elliða og Vængi Júpíters.

Ægir er í öðru sæti í 2. deildinni með 28 stig, ellefu stigum á eftir Njarðvík sem er í toppsætinu.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner