Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 26. júlí 2022 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Blikar fá sænskan markvörð frá Piteå (Staðfest)
Mynd: Breiðablik

Breiðablik er búið að krækja í öflugan markvörð frá Svíþjóð fyrir seinni part sumarsins í Bestu deild kvenna.


Hún heitir Nichole Persson og hefur spilað fyrir Piteå, Djurgården og Brommapojkarna í heimalandinu síðustu þrjú tímabil.

Nichole er 26 ára gömul og tókst ekki að landa byrjunarliðssæti í sænska boltanum en hjá Blikum verður engin samkeppni til að byrja með.

Það er vegna þess að Telma Ívarsdóttir er að glíma við erfið hnémeiðsli og verður frá keppni í einhvern tíma. 

Það verður áhugavert að fylgjast með Nichole í Bestu deildinni og hvort henni takist að hafa betur gegn Telmu í yfirvofandi baráttu um byrjunarliðssætið.


Athugasemdir
banner
banner
banner