Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 26. júlí 2022 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd lánar besta leikmann U23 liðsins til Preston (Staðfest)
Fernandez hér til vinstri.
Fernandez hér til vinstri.
Mynd: Getty Images
Alvaro Fernandez, vinstri bakvörður Manchester United, er farinn til Preston á láni.

Hinn 19 ára gamli Fernandez fékk kynningarferð um heimavöll Preston í síðustu viku og sá liðið spila æfingaleik við Leicester á laugardag.

Fernandez var valinn besti leikmaður U23 liðs Man Utd á síðustu leiktíð og átti hann að vera í kringum aðalliðið þangað til félagið ákvað að kaupa Tyrell Malacia frá Feyenoord.

Man Utd er núna með fjóra vinstri bakverði; Malacia, Alex Telles, Luke Shaw og Brandon Williams. Það er því ekki mikið pláss fyrir Spánverjann unga.

Núna mun Fernandez að fá góða reynslu í Championship-deildinni, næst efstu deild Englands.
Athugasemdir
banner
banner
banner