þri 26. júlí 2022 16:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ramsey fær samningi sínum hjá Juventus rift (Staðfest)
Aaron Ramsey.
Aaron Ramsey.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Aaron Ramsey hefur komist að samkomulagi við Juventus um riftun á samningi.

Samningur hans átti að renna út á næsta ári, en leikmaðurinn komst að samkomulagi um riftun.

Ramsey skrifaði undir fjögurra ára samning við Juventus árið 2019 er hann kom til félagsins á frjálsri sölu. Hann fékk vel borgað í Tórínó en spilaði ekki mikið. Meiðsli settu ákveðið strik í reikninginn hjá honum.

Hann var lánaður til Rangers í Skotlandi í janúar á þessu ári en var ekki í mikilvægu hlutverki.

Ferill hins 31 árs gamla Ramsey hefur verið á mikilli niðurleið síðustu ár en hann ætlar að finna sér nýtt félag í sumar svo hann geti farið í fantaformi með Wales á HM næsta vetur.
Athugasemdir
banner
banner
banner