Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 26. desember 2020 13:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kaupin á Ronaldo valin þau bestu í sögu ensku úrvalsdeildarinnar
Ronaldo með Meistaradeildarbikarinn.
Ronaldo með Meistaradeildarbikarinn.
Mynd: Getty Images
Kaup Manchester United á Cristiano Ronaldo eru þau bestu í sögu ensku úrvalsdeildarinnar að sögn sérfræðinga Sky Sports.

Sky Sports valdi 20 bestu félagaskiptin í ensku úrvalsdeildinni frá stofnun hennar fyrir 28 árum síðan, árið 1992.

Kaup Man Utd á Ronaldo fyrir 12 milljónir punda frá Sporting Lissabon árið 2003 voru valin þau bestu. Ronaldo kom sem efnilegur leikmaður til Manchester og blómstraði. Hann varð að besta fótboltamanni í heimi áður en hann gekk í raðir Real Madrid árið 2009.

Thierry Henry til Arsenal er í öðru sæti og Eric Cantona til Man Utd er í þriðja sæti.

Kaup Man Utd á Rio Ferdinand og Nemanja Vidic komust ekki á listann, en Englandsmeistarar Liverpool eiga tvo fulltrúa á listanum. Mohamed Salah er í 11. sæti og Virgil van Dijk í 14. sæti.

Tuttugu bestu félagaskipti í sögu ensku úrvalsdeildarinnar
1. Cristiano Ronaldo
2. Thierry Henry
3. Eric Cant­ona
4. Frank Lamp­ard
5. Roy Kea­ne
6. Didier Drogba
7. Sol Camp­bell
8. Wayne Roo­ney
9. Vincent Komp­any
10. Alan Shear­er
11. Mohamed Salah
12. N'­Golo Kan­te
13. Denn­is Berg­kamp
14. Virgil van Dijk
15. Gi­an­franco Zola
16. Dav­id Silva
17. Pat­rick Vieira
18. Eden Haz­ard
19. Sergio Agu­ero
20. Petr Cech
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner